CIMA

CIMA

Cultural Information Made Accessible

Pictogramas cima

Aðgengi að upplýsingum er oft fyrsta hindrun fólks að menningarathöfnum og -auðlindum. Að fletta stafrænum upplýsingum, skanna í gegnum opnunartíma, verð og stefnur... Öll þessi verk geta verið stór hindrun að menningarathöfnum fyrir hugsanlega þátttakendur. Jafnvel tungumál getur verið erfitt að skilja fyrir innflytjendur eða einstaklinga með flóknar samskiptaþarfir. Margar skýrslur og rannsóknir á alþjóða vettvangi hafa bent á nauðsyn þess að gera menningarupplýsingar aðgengilegar öllum (þá sérstaklega jaðarsettum hópum) ásamt margvíslegum menningartækifærum.

CIMA appið („Cultural Information Made Accesible”) er ætlað að brúa þetta bil. Á einfaldan og skipulagðan hátt býr appið til PDF skjal með myndrænum og auðlesnum textum út frá upplýsingum um menningarathöfnina eða stofnunina þína. Farið hefur verið vandlega yfir öll smáatriði, svo sem leturgerð, litaskil, gagnsæi mynda, táknmyndir o.s.frv.

Þú getur sérsniðið skjalið með öllum upplýsingum og lógóum stofnunarinnar þinnar eða menningarauðlindar. Netforritið er ókeypis og auðvelt í notkun.

Start using CIMA now!

VIÐBÓTARSKJÁL

> Handbók CIMA

Handbók þróunaraðila

> CIMA Github