Socios

Submitted by admin on Fim, 24/03/2022 - 13:54

Menningar-, mennta- og háskólaráðnueytið

Menningar- mennta- og háskólaráðuneyti Xunta de Galicia er deild svæðisstjórnar Galisíu (Spáni) sem ber ábyrgð á kynningu og miðlun menningar, stjórnun galisíksa menntakerfinu í heild og hins opinbera tengslanets menningarstöðva, kynninga á galisíska tungumálinu, verndun og kynningu á menningararfi og The Ways of Saint John ásamt fleirum. Til að taka þetta saman er ráðuneytið ábyrgt fyrir innleiðingu, kynningu og stjórnun mennta- og menningarstefnu.

Ráðuneytið sér einnig um tengslanet yfir 1000 menningarstöðva en margar þeirra bjóða upp á menntun fyrir alla aldurshópa. Stór hluti þessara menningarstöðva hafa mikla reynslu í fullorðinsfræðslu. Þar að auki sér það um víðfemt tengslanet safna, menningararf og annarra menningarlegra auðlinda. Undir ábyrgð þess fellur einnig AGADIC (Stofnun galisíska menningariðnaðarins) og sjóður menningarborgarinnar.

Aðgerðir svæðisráðuneytisins koma frá þörfinni til að auka og nýta samlegðaráhrif milli menningar- og menntunarstefnum, út frá sjónarahorni sjálfbærni og inngildingu. Tilgangur aðgerðanna er þar að auki að hanna og innleiða áætlanir til nýsköpunar í mennta- og menningarmálum (með áherslu á stafræna umbreytingu, fjöltyngi, félagslega sátt í menntamálum, starfshæfni o.s.frv.). Ráðuneytið tekur einnig þátt í innlendum og þverþjóðlegum verkefnum sem hafa alþjóðleg markmið.

Logo Xunta
Logo Xacobeo
Textílmiðstöð Íslands

Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið að vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Í starfsemi Textílmiðstöðvarinnar er lögð áhersla á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni.

Í sögufrægri byggingu Kvennaskólans á Blönduósi býður Textílmiðstöðin Ós listafólki, fræðafólki og hönnuðum sem vinna textíl rými til að vinna í sinni list, rannsóknum og textílhandverki. Eitt af markmiðum Textílmiðstöðvar Íslands er að þróa leiðir í átt að sveigjanlegri kennslu og efni sem fullorðnir nemar geta aukið þekkingu sína á framleiðslu og hönnun textíls með nýjum tólum í upplýsingatækni. Áður fyrr, t

Hefur miðstöðin tekið þátt og stýrt verkefnum sem snúa að félagslegri inngilding, deilingu reynslu af menningarhæfni og textílhefðum erlendra fullorðinna nemenda með samfélagsins á Íslandi og skapa þannig vettvang til að deila reynslu milli menningarheima.

Heimsæktu heimasíðu

Menningarsmiðjur Lublin

Menningarsmiðjur Lublin er menningarstofnun á borgarstjórnarstigi í Lublin, Póllandi. Hún er hjarta og heilinn á bakvið margs konar opnum og óstöðluðum menningarviðburðum. Menningarsmiðjurnar stuðlar að því sem kallast “virk menning”. Smiðjurnar styðja heilshugar við og innleiða þróunaráætlanir til langs tíma sem miða að því að byggja upp samfélagstilfinngu meðal þeirra sem veita og njóta menningar í Lublin, starfa saman og styðja hvert annað. Menningarsmiðjur svinna að því að kapa tegund menningar sem er nútímaleg, gagnvirk, þverfagleg og nýstárleg.

Menningarsmiðjurnar eru í samstarfi við listamenn og aðrar stofnanir frá Póllandi og annars staðar í heiminum og hafa þróað skilvirkar aðferðir við menningarfræðslu, stjórnun og afþreyingu. Hlutverk þess snýst einnig um beitingu nútímatækni í menningarfræðslu og kynningu á menningararfi.

Menningarsmiðjurnar skipuleggja einnig fjórar stærstu sumarhátíðirnar í Lublin: Menningarnótt, Austan menningar með ólíkum hljóðum, hátíð Sztukmistrzów og The Jagiellonian Fair - endurhefðir. Þessar hátíðir, sem eiga rætur að rekja í sögu og hefðir Lublin, eru orðnar órjúfanlegur hluti af menningarlandslagi borgarinnar þar sem þær virkja nærsamfélagið.

Heimsæktu heimasíðu

Portúgölsku samtök atvinnulífs (AEP)

AEP eru samtök sem vinna með öllum portúgölskum fyrirtækjum í mismunandi greinum til að mæta faglegum þörfum, allt frá færniþjálfun með fullorðnum, leiðbeiningar við stofnun nýrra fyrirtækja og lagalegan stuðning og alþjóðavæðingu. Frá stofnun hafa portúgölsku samtök atvinnulífsins skuldbundið sig til þjálfunar með áherslu á stofnun fyrsta iðnaðarskólans í Portúgal, árið 1852.

AEP hæfismiðstöðin (Qualifica Center) vinnur ótrúlegt starf símenntunar með fullorðnum og hefur í yfir 20 ár hjálpað fullorðnu fólki að þróa sína persónulegu og faglegu færni. Miðstöðin er einnig að þróa nýtt verkefni, (D)Eficiência, á svæði Oporto með samstarfsfélögum í Porto, borg starfsgreinanna, og háskólann í Porto, fyrir fatlað fólk. Verkefnið felur í sér að auka hæfni þeirra og færni sem mun skila sér á ferilskrá þeirra til að auka atvinnutækifæri og líkur á ráðningu. Þar að auki að búa til vettvang þar sem fatlað fólk getur átt í samskiptum við fyrirtæki sem hafa áhuga á þeirra prófíl.

Asociación empresarios de Portugal

Heimsæktu heimasíðu

Háskólinn í Vigo

Háskólinn í Vigo (UVIGO) er ung ríkisrekin akademísk stofnun sem var stofnuð formlega árið 1989. Háskólinn hefur þrjú meginmarkmið: að útvega hágæða þjónustu á háskólastigi og miða að því að kynna starfsreynslu á milli nemenda, setja alþjóðavæðingu í forgang, stuðla að grunn- og hagnýtum rannsóknum í samkeppnishæfum hópum á alþjóðavísu og deila þeirri þekkingu og vísindaframfarir til samfélagsins í þeim tilgangi að efla skynsaman og sjálfbæran vöxt í félagslegu vistkerfi þeirra.

Þátttakendur verkefnisins er fræðafólk í hópi upplýsingatækni (hóps rannsókna og þróunar sem rannsakar ICT) og rannsakendur annarra hópa með reynslu af Erasmus+ KA2 verkefnum. Fyrsti hópurinn samanstendur af háskólaprófessorum, nokkrum doktorsnemum og öðrum rannsakendum við mismunandi verkefni. Meðlimir hópsins hafa einnig viðurkennda reynslu í þróun lausna fyrir fólk með sérþarfir, innan 14 umsóknum, vísindagreinum og verðlaunum.

Heimsæktu heimasíðu

O equipo deste proxecto ten persoas de:

  • A Consellería de Cultura, Educación e Universidade, en Galicia. Galicia está en España.
  • A Universidade de Vigo, en Galicia.
  • Workshops of Lublin, en Polonia.
  • Associacao empresarial de Portugal, en Portugal.
  • Þekkingarsetur á Blönduósi, en Islandia.

Todo o equipo traballa en actividades de cultura e educación.